Flotaleiga

Sveigjanleg og hagkvæm leið fyrir fyrirtæki og stofnanir til að leigja tvo eða fleiri bíla

Einfaldari og hagkvæmari rekstur með Flotaleigu

Flotaleiga er hagkvæm leið fyrir fyrirtæki og stofnanir til að reka bíla. Með Flotaleigu er komið í veg fyrir sveiflur og óvænt útgjöld vegna bílaflotans.

Þú sérð um orkuna!

Þegar þú leigir bíl hjá FLEX þá þarft þú aðeins að sjá bílnum fyrir orku.

FLEX sér um allt hitt
  • Þjónustuskoðanir
  • Smurþjónusta
  • Dekkjaþjónusta
  • Viðhald
  • Tryggingar
  • Bifreiðagjöld
Ferlið er einfalt
1
Velja bíl

Þú velur hvaða bíl sem er í sýningarsölum BL eða á bl.is

2
Hafa samband

Ræddu málin við söluráðgjafa eða hafðu beint samband við okkur í FLEX (s: 419-2000).

3
Sækja um

Við gerum lánshæfismat og ef allt er eins og það á að vera klárum við samninginn

4
Fá bílinn afhentan

Þú mætir á umsömdum tíma í sýningarsal BL og færð nýja FLEX bílinn þinn í afhentan

Engar áhyggjur af rekstri bílsins!

Viðskiptavinir þurfa einungis að mæta með bílinn í þjónustu þegar kallið kemur.

Þjónustuskoðanir

Alltaf í toppstandi

Smurþjónusta

Regluleg smurning

Dekkjaþjónusta

Dekkjaskipti og dekkjahótel

Viðhald

FLEX sér um viðhaldið

Aukin þjónusta

Viðskiptavinir FLEX koma til með að geta nýtt sér margskonar viðbótarþjónustu sem gerir upplifunina enn skemmtilegri og hagkvæmnari.

Láttu bóna og þrífa á betri kjörum
Renndu í gegnum þvottastöðvar fyrir lægra verð
Fáðu eldsneyti á betra verði
Algengar spurningar og svör

Hér fyrir neðan eru algengar spurningar og svör. Ef þú finnur ekki það sem þú leitar að hafðu þá endilega samband og við segjum þér allt sem þú vilt vita.

Það getur verið erfitt að komast hjá því að bílar verði fyrir einhverjum skemmdum. Ef skemmdir á bíl eða slit eru meiri en það sem eðlilegt má teljast þarf leigutaki að greiða aukalega fyrir það. En hvað eru eðlilegt slit? Hér má sjá dæmi hvað megi teljist eðlilegt og hvað ekki varðandi útlit og ástand bíls þegar honum er skilað.
Algengast er að leigutaki fái sendan rafrænan greiðsluseðil í heimabanka og reikning í tölvupósti. Hægt er að óska eftir breingreiðslu á leigunni ef það hentar betur.
Samningur um leigutíma er bindandi en ef upp koma óvæntar aðstæður þá er mikilvægt að hafa samband sem fyrst svo við getum fundið farsæla lausn saman.
Samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka er FLEX skylt að krefja viðskiptavini um viðurkennd persónuskilríki áður en viðskipti geta átt sér stað. Löggild skilríki eru einungis: rafræn skilríki, ökuskírteini og vegabréf. Fólk með erlent ríkisfang þarf ávallt að hafa meðferðis vegabréf. Foreign citizens must always show passports as proof of identity.
Óheimilt er, án samþykkis FLEX, að fara með ökutæki úr landi sem eru á leigu hjá FLEX. Viðskiptavinum er því góðfúslega bent á að hafa samband tímanlega og óska eftir skriflegu leyfi hyggi þeir á utanferð með ökutækið svo að þeir verði ekki stoppaðir á hafnarbakkanum. Leyfi er einungis veitt í takmarkaðan tíma í senn og gegn ákveðnum skilyrðum og reglum FLEX. Slík leyfi geta verið háð frekari tryggingum, svo sem bankaábyrgð eða tryggðu veði. Helstu skilyrði sem þarf að uppfylla svo leyfi sé gefið fyrir því að fara megi með ökutæki í eigu FLEX erlendis eru eftirfarandi: Sex eða fleiri mánuðir eru liðnir frá gerð leigusamnings. Að leigutaki/ar sé/u með ásættanlegt lánshæfismat að mati FLEX. Að ökutækið sé ábyrgðar- og kaskótryggt. Að tryggingafélag hafi gefið út græna kortið og að tækið sé þjófnaðartryggt á meðan á dvöl erlendis stendur. Að viðeigandi trygging liggi fyrir að mati FLEX. Staðfesting frá flutningsaðila um að flutningur fram og til baka sé bókaður og greiddur. Að dvöl erlendis sé tímabundin.
Verði Flex bíllinn þinn fyrir eða valdur að tjóni skal tilkynna það á netfangið [email protected] eða í síma 419-2000. Starfsfólk FLEX mun leiðbeina þér um næstu skref. FLEX bílar eru tryggðir hjá Sjóvá.