Viðmið varðandi not og slit á ökutækjum í leigu frá FLEX.

Hér eru tilgreind þau viðmið sem notuð eru við mat á því sem telst eðlilegt og ekki eðlilegt þegar kemur að ástandi ökutækja þegar þeim er skilað að leigutíma loknum.

Mat er ávallt háð aldri ökutækja og akstursnotkun í samræmi við samninga.

Við mat á ástandi er ávallt reynt að meta ástand ökutækja með sanngjörnum hætti og leitast við að lagfæra hluti frekar en að endurnýja þá.

Ástandsskoðun ökutækja við lok samningstíma fer fram hjá aðila sem FLEX útnefnir. Ökutæki fara í gegnum staðlaða ástandsskoðun og heildarástand ökutækis metið. Við ástandsskoðun er gert matsyfirlit þar sem tilgreindar eru niðurstöður s.s. tjón, gallar og það sem vantar miðað við upprunalega lýsingu á ökutæki.

Í öllum tilvikum telst ekki í lagi ef hluti vantar sem sannarlega fylgdu ökutæki við upphaf samningstíma s.s. allir lyklar, mottur og aðrir lausir eða losanlegir hlutir. Einnig telst það ekki í lagi ef gler, speglar eða annað er brotið eða sprungið.

Það sem telst Í LAGI og EKKI Í LAGI við notkun og slit bíla hjá FLEX. Í samningnum eru dæmi um mat á notkun og sliti bíla og þau útskýrð með myndum sem sýna hvað telst vera eðlilegt og hvaða atriði teljast ekki vera í lagi. Reglurnar um mat bíla að loknum samningstíma eru unnar í samráði við fagaðila og tilgangur þeirra er að viðskiptavinir FLEX hafi skýra mynd af því hvað teljist vera eðlilegt ástand bíla við lok samningstíma. Viðskiptavinum FLEX sem leigja bíla ber skylda til að kynna sér þessar reglur og tryggja að allir notendur bílanna þekki þær. 

Þegar matsaðili hefur lokið við mat á bíl afhendir hann leigutaka matsyfirlit þar sem fram koma allar skemmdir og tjón sem ekki falla undir það sem talist getur eðlilegt slit á samningstíma. Á matsyfirlitinu er farið yfir hvaða atriði er nauðsynlegt að lagfæra og áætlaður heildarkostnaður við lagfæringar tekinn fram.

Allir hlutir sem fylgdu bíl við upphaf samnings, eiga að fylgja við skil á honum.

Helstu atriði eru t.d:

 • Allir lyklar
 • Upplýsingar um bílinn
 • Þjónustu- og smurbók
 • Skjáir
 • Mottur
 • Farangurshlíf (gardína í skotti)
 • Farangursgrind
 • Varadekk
 • Verkfæri og tjakkur til hjólbarðaskipta
 • Öryggisbúnaður sem fylgdi með s.s. þríhyrningur, sjúkrakassi eða vesti
 • Ef vetrarhjólbarðar eru hluti af viðkomandi leigusamningi þurfa þeir að fylgja með ásamt boltum. Sama á við um sumarhjólbarða, ef skil á bifreið á sér stað að vetri til.

Eftirfarandi reglur gilda við skil á bílum úr leigu hjá FLEX.

Lakk

Í lagi

Fá og lítil svæði þar sem steinkast hefur rispað lakkið, litið er til aldurs og akstursnotkunar í þessu samhengi.

Ekki í lagi

Rispur eða skemmdir sem ná í gegnum lakkið eru ekki í lagi. Ryðskemmdir eru ekki í lagi. Steinkast má ekki að hafa hoggið úr lakkinu.

Í lagi

Hér er lítið svæði þar sem hoggið er upp
úr lakkinu. Hér er mögulegt að koma í veg fyrir frekari skemmdir með því að mála í lakkið áður en ryð byrjar að myndast. Þetta telst í lagi ef hægt er að grípa inn í tímanlega með notkun réttra efna við lagfæringu.

Ekki í lagi

Óeðlilega mikið magn steinhögga í lakkinu. Höggin hafa farið í gegnum lakkið og/eða ryð byrjað að myndast. Hér er þó litið til aldurs ökutækis og fjölda ekinna kílómetra.

Í lagi

Grunnar rispur og skemmdir sem hægt er að lagfæra með mössun eða bóni.

Ekki í lagi

Högg, dældir, beyglur og rispur með skemmdum á lakki og eru byrjuð
að sýna merki um skemmdir.

Í lagi

Lakkaðir stuðarar með grunnum rispum sem hafa ekki farið í gegnum lakkið.

Ekki í lagi

Brotið eða sprungið grill eða merki telst ekki í lagi.

Í lagi

Stuðarar sem ekki eru lakkaðir með grunnar rispur teljast í lagi, einnig litlar dældir allt að 20 mm í þvermál.

Ekki í lagi

Stórar rispur, dældir eða skemmdir sem ná yfir 20 mm í þvermál.

Í lagi

Rispur á hliðarspeglum, ekki stærri en 50 mm, á ómáluðum speglum. Á lökkuðum speglum má rispan ekki hafa náð niður í ál eða grunnefni spegilsins. Spegillinn þarf að vera að öllu leyti óbrotinn og hæfur til notkunar.

Ekki í lagi

Umtalsvert tjón á speglum þar sem rispur eru það miklar að þær ná niður í gegnum lakk.

Í lagi

Nauðsynlegt er að ljós og annar búnaður sem festur hefur verið á ökutækið sé að öllu leyti hæfur
til notkunar. Eins ef slíkur búnaður hefur verið fjarlægður í lok leigutíma, að gengið hafi verið frá eftir festingar þannig að ekki sjái á.

Ekki í lagi

Miklar skemmdir á spegli og hann skakkur. Einnig þarf ljósbúnaður sem festur hefur verið á ökutækið að vera
á sínum stað og án skemmda.

Framhluti / stuðarar

Í lagi

Í mesta lagi tvær litlar skemmdir á stuðara.

Ekki í lagi

Áberandi mikla rispur
á stuðara. Skemmd má ekki ná í gegnum lakkið.

Í lagi

Smávægileg litabreyting á stuðara, svo sem eins og eftir veðrun.

Ekki í lagi

Rispur sem ná yfir stóran hluta og valda skemmdum á grunnefni stuðara.

Gler og ljósabúnaður

Í lagi

Högg vegna steinkasts eða rispur í gleri (ekki stærri en 10 mm), svo lengi sem það truflar eða hindrar ekki ökumann við akstur.

Ekki í lagi

Sprunga eða brot
í ljósabúnaði sem hindrar eðlilega virkni búnaðarins. Ljósaperur þurfa að vera heilar
og í lagi. Ennfremur er brot eða sprunga í rúðu ökutækis (stærri en 10 mm) ekki í lagi.

Í lagi

Högg eftir steinkast eða annað í ljósabúnað ökutækis eða rispur sem ekki hamla notkun búnaðarins.

Ekki í lagi

Högg í ljósabúnað sem hefur valdið sprungu og broti í gleri, óháð stærð brots.

Hjólabúnaður og felgur

Í lagi

Mynstursdýpt á dekkjum sé í samræmi við kílómetrastöðu
og dekk séu jafnslitin undir bílnum.

Ekki í lagi

Dekkjaskemmdir vegna slæmrar meðferðar. Ójafnt slit dekkja er ekki í lagi.

Í lagi

Smáar rispur eða hnoð á felgum.

Ekki í lagi

Sprungur, bólgur eða skurðir á dekkjum eða aðrar skemmdir á hlið þeirra.

Í lagi

Grunnar rispur á felgum, svo lengi sem beygla hefur ekki myndast á felgunni.

Ekki í lagi

Sprungur, bólgur eða skurðir á dekkjum eða aðrar skemmdir á hlið þeirra.

Í lagi

Felguboltar án alls ryðs og annarra skemmda.

Ekki í lagi

Beyglaðar eða brotnar felgur eða sprungur á felgum.

Miklar rispur og brot í felgum.

Innra rými, loft og sæti

Í lagi

Eðlilegt slit á sætum, eins og við það að fara inn og út úr ökutæki.

Ekki í lagi

Umtalsvert slit og óhreinindi sem ekki er hægt að þrífa með góðu móti.

Rifin bólstrun eða göt.

Í lagi

Skyggni sem umgangur sést á, þ.e. það sem teljast má eðlileg notkun.

Ekki í lagi

Mjög skítugt loft í ökutæki sem ekki er hægt að þrífa með hefðbundnum þrifum. Rispur, rákir, rifur, beyglur eða skurðir í efni eru ekki í lagi.

Í lagi

Smávægilegar litabreytingar sem eðlilegar mega teljast miðað við daglega notkun ökutækis.

Ekki í lagi

Leigutaka er óheimilt að reykja í ökutækinu. Á það einnig við um rafrettur.

Mælaborð, stýri, teppi og mottur

Í lagi

Það sem teljast má eðlilegt slit á teppi og mottum.

Ekki í lagi

Rifur eða göt í teppi eða mottum.

Í lagi

Notkun sést á stýri ökutækis, en einungis þannig að eðlilegt geti talist m.v. notkun.

Ekki í lagi

Skemmdir á innra rými ökutækis sem ekki telst hluti af eðlilegri umgengni um ökutæki. Svo sem brot eða skemmdir á hlífum.

Prentvæn útgáfa

Hér er hægt að nálgast prentvæna PDF útgáfu þar sem eru tilgreind þau viðmið sem notuð eru við mat á því sem telst eðlilegt og ekki eðlilegt þegar kemur að ástandi ökutækja þegar þeim er skilað að leigutíma loknum.