Algengar spurningar og svör

Hér fyrir neðan eru algengar spurningar og svör. Ef þú finnur ekki það sem þú leitar að hafðu þá endilega samband og við segjum þér allt sem þú vilt vita.

Það getur verið erfitt að komast hjá því að bílar verði fyrir einhverjum skemmdum. Ef skemmdir á bíl eða slit eru meiri en það sem eðlilegt má teljast þarf leigutaki að greiða aukalega fyrir það. En hvað er eðlilegt slit? Hér má sjá dæmi um hvað telst eðlilegt og hvað ekki varðandi útlit og ástand bíls þegar honum er skilað.

Algengast er að leigutaki fái sendan rafrænan greiðsluseðil í heimabanka og reikning í tölvupósti. Hægt er að óska eftir beingreiðslu á leigunni ef það hentar betur.

Samningur um leigutíma er bindandi. Ef upp koma óvæntar aðstæður er mikilvægt að hafa samband sem fyrst svo við getum fundið farsæla lausn í sameiningu.

Samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka er FLEX skylt að krefja viðskiptavini um viðurkennd persónuskilríki áður en viðskipti geta átt sér stað. Löggild skilríki eru einungis: rafræn skilríki, ökuskírteini og vegabréf. Fólk með erlent ríkisfang þarf ávallt að framvísa vegabréfi.

Óheimilt er að fara með ökutæki úr landi sem eru á leigu hjá FLEX.

Verði FLEX bíllinn þinn fyrir, eða leigutaki valdur að, tjóni skal tilkynna það í netfangið [email protected] eða í síma 419-2000. Starfsfólk FLEX mun leiðbeina þér um næstu skref. FLEX bílar eru tryggðir hjá Sjóvá.

Ef þú þarft neyðarþjónustu að halda utan hefðbundins opnunartíma þá bendum við þér á að hringja í BL í síma 525 8000. 
Já, þú getur nálgast nýja klukkuskífu/gildistíma límmiða hjá þjónustuveri Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12-14. Einnig er hægt að renna við hjá BL (Sævarhöfða 2, Hesthálsi 6-8 eða Kauptúni 1) til að fá nýja klukkuskífu/gildistíma límmiða.
FLEX lætur umhverfismál sig varða og því eru allir FLEX bílar kolefnisjafnaðir í gegnum Kolvið.