Verðlisti
Hér má sjá verðlista yfir hluta þeirra bíla sem í boði eru hjá FLEX

Um er að ræða grunnverð sem er reiknað út frá 18.000 km á ári. Þú getur bætt við aukabúnaði, breytt útfærslu bíla eða samið um annan leigutíma eða fjölda kílómetra.  Óskir þú þess að bæta við eða breyta grunnforsendum sendu okkur þá póst á [email protected] eða hringdu í síma 419-2000 til að fá verðtilboð.

Listinn hér fyrir neðan er ekki tæmandi. Ef draumabílinn þinn er ekki á honum er þér velkomið að hringja í okkur eða senda okkur póst á [email protected]

Þessi verðlisti var gefinn út 10. janúar 2022. Verð eru birt með fyrirvara um breytingar.

Tegund Undirtegund Gerð Verðlistaverð 12 mánuðir 24 mánuðir 36 mánuðir
BMW IX IX xDrive40 ATELIER SSK 10.990.000 kr. 267.390 kr. 228.290 kr. 213.590 kr.
BMW IX IX xDrive50 ATELIER SSK 13.990.000 kr. 327.290 kr. 277.490 kr. 257.590 kr.
BMW X1 X1 xDrive 25e M-SPORT SSK 8.390.000 kr. 187.190 kr. 161.790 kr. 153.290 kr.
BMW X3 X3 xDrive30e X-LINE SSK 9.990.000 kr. 217.090 kr. 186.990 kr. 176.990 kr.
BMW X3 X3 xDrive30e M-SPORT SSK 10.990.000 kr. 235.090 kr. 201.890 kr. 190.990 kr.
BMW X5 X5 xDrive45e X-LINE SSK 13.190.000 kr. 276.790 kr. 237.190 kr. 224.190 kr.
BMW X5 X5 xDrive45e M-SPORT SSK 14.190.000 kr. 297.290 kr. 254.690 kr. 240.690 kr.
DACIA DUSTER II DUSTER II Essential ph2 BSK 4.290.000 kr. 128.990 kr. 112.890 kr. 108.090 kr.
DACIA DUSTER II DUSTER II Comfort ph2 BSK 4.690.000 kr. 137.890 kr. 120.290 kr. 114.990 kr.
DACIA DUSTER II DUSTER II Prestige ph2 BSK 4.890.000 kr. 143.490 kr. 125.090 kr. 119.590 kr.
HYUNDAI I10 I10 1.0 CLASSIC BSK 2.350.000 kr. 83.990 kr. 74.490 kr. 71.190 kr.
HYUNDAI I10 I10 1.0 CLASSIC SSK 2.450.000 kr. 86.090 kr. 76.190 kr. 72.790 kr.
HYUNDAI I10 I10 1.0 COMFORT BSK 2.550.000 kr. 88.490 kr. 78.290 kr. 74.790 kr.
HYUNDAI I10 I10 1.0 COMFORT SSK 2.650.000 kr. 90.590 kr. 79.990 kr. 76.390 kr.
HYUNDAI I10 I10 1.0 STYLE BSK 2.890.000 kr. 98.190 kr. 86.590 kr. 82.590 kr.
HYUNDAI I10 I10 1.0 STYLE SSK 2.990.000 kr. 100.190 kr. 88.290 kr. 84.190 kr.
HYUNDAI I20 BC3 I20 BC3 1.0 CLASSIC BSK 2.690.000 kr. 94.390 kr. 83.690 kr. 79.990 kr.
1 / 9
Sveigjanlegur leigutími

Leigusamningar eru að jafnaði 12-36 mánuðir en FLEX er sveigjanlegt í þína þágu og samningar geta bæði verið styttri eða lengri, eftir því hvað þér hentar.

Jafnframt getum við breytt forsendum á samningstímanum ef aðstæður breytast og gerum við okkar ýtrasta til að slíkar breytingar hafi sem minnstan tilkostnað í för með sér.

FLEX leiga er hagkvæmur kostur
Reiknaðu dæmið
Ferlið er einfalt
1
Velja bíl

Þú velur hvaða bíl sem er í sýningarsölum BL eða á bl.is

2
Hafa samband

Ræddu málin við söluráðgjafa BL eða hafðu beint samband við okkur gegnum síma 419-2000 eða póstinn [email protected]

3
Sækja um

Við gerum lánshæfismat og ef allt er eins og það á að vera klárum við samninginn rafrænt

4
Afhending

Þú mætir á umsömdum tíma í sýningarsal BL og færð nýja FLEX bílinn þinn í afhentan

Algengar spurningar og svör

Hér eru algengar spurningar og svör. Finnir þú ekki svarið sem þú leitar að hafðu þá endilega samband og við svörum öllum þínum spurningum.

Algengast er að leigutaki fái sendan rafrænan greiðsluseðil í heimabanka og reikning í tölvupósti. Hægt er að óska eftir beingreiðslu á leigunni ef það hentar betur.

Samningur um leigutíma er bindandi. Ef upp koma óvæntar aðstæður er mikilvægt að hafa samband sem fyrst svo við getum fundið farsæla lausn í sameiningu.

Það getur verið erfitt að komast hjá því að bílar verði fyrir einhverjum skemmdum. Ef skemmdir á bíl eða slit eru meiri en það sem eðlilegt má teljast þarf leigutaki að greiða aukalega fyrir það. En hvað er eðlilegt slit? Hér má sjá dæmi um hvað telst eðlilegt og hvað ekki varðandi útlit og ástand bíls þegar honum er skilað.

Samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka er FLEX skylt að krefja viðskiptavini um viðurkennd persónuskilríki áður en viðskipti geta átt sér stað. Löggild skilríki eru einungis: rafræn skilríki, ökuskírteini og vegabréf. Fólk með erlent ríkisfang þarf ávallt að framvísa vegabréfi.

Verði FLEX bíllinn þinn fyrir, eða leigutaki valdur að, tjóni skal tilkynna það í netfangið [email protected] eða í síma 419-2000. Starfsfólk FLEX mun leiðbeina þér um næstu skref. FLEX bílar eru tryggðir hjá Sjóvá.

Óheimilt er að fara með ökutæki úr landi sem eru á leigu hjá FLEX.