Langtímaleiga fyrirtækja

Sveigjanleg og hagkvæm leið fyrir fyrirtæki og stofnanir í bílarekstri

Einfaldari og hagkvæmari rekstur með FLEX

FLEX er skynsamlegur valkostur sem gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að njóta hagkvæmni þess að leigja bíla í stað þess að kaupa. Með langtímaleigu er hægt að minnka fjárbindingu, lágmarka áhættu og auka þægindi. FLEX getur aðstoðað þitt fyrirtæki við að skapa stöðugleika í rekstrinum með því að koma í veg fyrir ófyrirséðan kostnað við rekstur bíla.

 

» Fyrirtæki með marga bíla geta óskað eftir þjónustuvakt svo þau hafi yfirsýn yfir akstur og ástand flotans.

Einfaldara líf

Þegar fyrirtæki eða stofnanir leigja bíla hjá FLEX þarf aðeins að sjá þeim fyrir orku, FLEX sér um allt hitt.


Allt hitt sem FLEX sér um:
  • Þjónustuskoðanir
  • Smurþjónusta
  • Dekkjaþjónusta
  • Viðhald
  • Tryggingar
  • Bifreiðagjöld
Hátt þjónustustig

Allir bílar sem FLEX leigir út
eru nýir og eru því í fullri ábyrgð.
Komi eitthvað óvænt upp á þá
veitumvið framúrskarandi þjónustu
í samstarfi við BL til að leysa
fljótt og vel úr hlutunum.

Yfirlit yfir flotann

Við höldum utan um alla FLEX bíla í sérhæfðu flotastjórnunarkerfi. Fyrirtæki í viðskiptum við FLEX geta þannig á hverjum tíma fengið upplýsingar og gott yfirlit yfir sinn flota, þar á meðal aksturstölur, væntar þjónustuskoðanir og fleira.

Vantar meiri upplýsinga?

Viðskiptavinir FLEX geta samið beint við okkar samstarfsaðila um að fá ítarupplýsingar um sína bíla. Þannig fæst beinn aðgangur í rauntíma að öllum helstu upplýsingum um einstaka bíla og notkun þeirra án beinnar aðkomu FLEX.

Hlunnindabílar

Fyrirtæki geta leigt FLEX bíla og nýtt til hlunninda fyrir starfsfólk sitt. Til að einfalda vinnuna og utanumhaldið sér FLEX um að reikna út árs- og mánaðarhlunnindi allra viðeigandi bíla og sendir tímanlega til viðskiptavina ár hvert. Þannig fer ekkert á milli mála.

Hér fyrir ofan má sjá brot af bíla úrvali okkar
Hvernig getur verið hagkvæmara að leigja en að eiga bíl?
Hagkvæmari rekstur

FLEX er stórkaupandi á bílum og tengdri þjónustu. Þannig njótum við bestu mögulegu kjara hjá öllum okkar birgjum. Þessir magnafslættir endurspeglast síðan í leiguverðinu sem viðskiptavinir FLEX njóta góðs af.

Ferlið er einfalt
1
Velja bíl

Veljið bíl í sýningarsal FLEX á flex.is eða hjá BL (Sævarhöfða 2, Kauptúni 1 og Hesthálsi 6-8)

2
Pantaðu bílinn

Pantaðu bílinn á flex.is eða hjá söluráðgjafa BL

3
Lánshæfi

Ef umsækjandi stenst lánshæfisreglur okkar klárum við samninginn rafrænt

4
Afhending

Þú mætir á umsömdum tíma í sýningarsal BL og færð nýja FLEX bílinn þinn í afhentan

Engar áhyggjur af viðhaldi bílsins!

Viðskiptavinir þurfa einungis að mæta með bílinn í þjónustu þegar kallið kemur.

Þjónustuskoðanir

Alltaf í toppstandi

Smurþjónusta

Regluleg smurning

Dekkjaþjónusta

Dekkjaskipti og dekkjahótel

Viðhald

FLEX sér um viðhaldið

Þjónusta

Viðskiptavinir FLEX koma til með að geta nýtt sér margskonar viðbótarþjónustu sem gerir upplifunina enn skemmtilegri og hagkvæmnari.

Láttu bóna og þrífa bílinn á betri kjörum
Renndu í gegnum þvottastöðvar á lægra verði
Fáðu ódýrara eldsneyti