Af hverju að leigja rafmagnsbíl?
Rafmagnsbílar njóta mikilla vinsælda í dag en kostir slíkra bifreiða eru margir. Fyrst ber að nefna umhverfisháhrif en samkvæmt FÍB er heildarlosun á gróðurhússloftegundum rafbíla mun minni en fyrir hefðbundna bíla þrátt fyrir að framleiðslan á skilji eftir sig dýpra kolefnisfótspor.
Rafmagnið er einstaklega ódýrt hér á landi og því er kostnaðurinn við kostar að keyra um á rafbíl lítill samanborið við bensín- eða díselbíla.
Rafmagnsbílar njóta enn skattaívilnana á Íslandi sem skila sér í lægra verðlagi. Það mun að öllum líkindum breytast 2024 en þar til þá bera rafmagnsbílar engan virðisaukaskatt hjá FLEX.
Þessar ívilnanir ásamt afsláttum sem FLEX fær vegna magnkaupa endurspeglast í FLEX leiguverðum.
Hvað kostar að hlaða rafmagnsbíl?
Hægt er að hlaða rafmagnsbíla víðs vegar um landið. Ísorka, ON og N1 standa fyrir flestum hleðslustöðvum opnum almenningi en kostnaðurinn getur verið breytilegur, helsta ástæðan er mismunandi dreifingagjald eftir þjónustuaðilum.
Heimahleðsla er yfirleitt ódýrasti kosturinn en þá er hlaðið í gegnum heimahleðslustöð eða hefðbundna innstungu.
Hvað varðar útreikning þá eru verðin misjöfn milli orkusala og alltaf þarf að greiða dreifingagjald til dreifiaðilans.
Til glöggvunar er hér sett fram dæmi á rafmagnskostnaði fyrir Nissan Ariya með 87 kWh rafhlöðu sem er hlaðin með heimahleðslustöð: Ef miðað er við að kWst sé 14 kr (raforka + dreifigjald) og að bíllinn taki 87 kWh þá kostar 1.218 kr (87*14) að fylla bílinn. Uppgefin drægni er 530 km og því kosta hverjir 100 km 230 kr.
Hvað kostar að reka rafmagnsbíl?
Rekstrarkostnaður rafmagnsbíls er í flestum tilfellum lægri en fyrir hefðbundinn bíl. Orkan sem fer á bílinn kostar lítið hér á landi og enn eru bifreiðagjöld og þjónustuskoðanir ódýrari en fyrir hefðbundnari bíla.
Þegar þú FLEX leigir bíl þarftu aðeins að sjá honum fyrir rafmagni, FLEX sér um allt hitt (almennt viðhald, dekk og dekkjaþjónustu, bifreiðagjöldin, tryggingarnar og þjónustuskoðanir).
Þarf ég að setja upp hleðslustöð heima hjá mér?
Það er ekki nauðsynlegt að setja upp heimahleðslustöð þó svo að maður keyri um á rafmagnsbíl. Flestir bílar bjóða upp á hleðslu með kapli sem fer í venjulega innstungu (en ganga þarf úr skugga um að viðkomandi innstunga ráði við það). Vert er að benda á að til lengdar fer betur með bílinn að hlaða í gegnum hleðslustöð ásamt því að það tekur mun styttri tíma.
Hvað kostar að setja upp hleðslustöð?
Hleðslustöðvar er hægt að kaupa hjá ýmsum aðilum. FLEX býður viðskiptavinum sínum að eignast heimahleðslustöð frá Ísorku og dreifa kostnaðinum yfir leigutímann með leigugjaldinu. Uppsetning er í höndum leigutaka en mikilvægt er að fá rafvirkja til að setja upp heimahleðslustöðina upp og tengja hana. Hægt er að fá reynda rafvirkja á vegum Ísorku í verkið en það kostar frá frá 120.000 kr (fer eftir aðstæðum hverju sinni).