Hvað er FLEX?
Um okkur

FLEX býður upp á langtímaleigu á bílum til einstaklinga og fyrirtækja þar sem sveigjanleiki, hagræði, þægindi og góð þjónusta er í fyrirrúmi.

Grunnhugmyndin að baki FLEX er að þú getir leigt þér bíl á kjörum sem eru hagkvæmari en ef þú myndir kaupa hann.  Við erum stórkaupendur á bílum og allri tengdri þjónustu og njótum því magnafsláttar í samræmi við það. Þeir afslættir endurspeglast í leiguverðinu til þín.

Til viðbótar þeim beina fjárhagslega ávinningi sem fylgir magnkaupum okkar eru viðskiptavinir FLEX lausir við hvers kyns áhættu sem fylgir bílarekstri eins og óvæntum útgjöldum, viðhaldi og endursölu bíla. Það að standa í að kaupa og selja bíla getur bæði verið kostnaðarsamt og tímafrekt og því til mikils að vinna að sleppa við slíkt. Þegar leigutíminn er liðinn þá skilar þú einfaldlega á lyklunum. 
Þér eru allir vegir færir með FLEX.

„Flex ehf. er með fullgilt leyfi til reksturs ökutækjaleigu frá Samgöngustofu samkvæmt lögum.“

Sveigjanlegur leigutími

Leigusamningar eru að jafnaði 12-36 mánuðir en FLEX er sveigjanlegt í þína þágu og samningar geta bæði verið styttri eða lengri, eftir því hvað þér hentar.

Jafnframt getum við breytt forsendum á samningstímanum ef aðstæður breytast og gerum við okkar ýtrasta til að slíkar breytingar hafi sem minnstan tilkostnað í för með sér.

FLEX leiga er hagkvæm lausn í bílarekstri fyrir fyrirtæki og einstaklinga
Reiknaðu dæmið
Ferlið er einfalt
1
Velja bíl

Veldu bíl í sýningarsal FLEX á flex.is eða hjá BL (Sævarhöfða 2, Kauptúni 1 og Hesthálsi 6-8)

2
Pantaðu bílinn

Pantaðu bílinn á flex.is eða hjá söluráðgjafa BL

3
Lánshæfi

Ef umsækjandi stenst lánshæfisreglur okkar klárum við samninginn rafrænt

4
Afhending

Þú mætir á umsömdum tíma í sýningarsal BL og færð nýja FLEX bílinn þinn í afhentan

Vertu í sambandi við okkur
Óðinn Valdimarsson Rekstrarstjóri
Heiða K. Arnbjörnsdóttir Flotastjóri

Fylgstu með
Bílar á sérkjörum og góð ráð

Fylgstu með okkur hér á síðunni eða á samfélagsmiðlum þar sem við kynnum bíla á sérkjörum og góð ráð til að hagræða í rekstri bíla.