Algengar spurningar og svör

Hér fyrir neðan eru algengar spurningar og svör. Ef þú finnur ekki það sem þú leitar að hafðu þá endilega samband og við segjum þér allt sem þú vilt vita.

Hvað ef bíll verður fyrir skemmdum?

Það getur verið erfitt að komast hjá því að bílar verði fyrir einhverjum skemmdum.

Ef skemmdir á bíl eða slit eru meiri en það sem eðlilegt má teljast þarf leigutaki að greiða aukalega fyrir það.

Hvað er eðlilegt slit? Hér eru dæmi um hvað má teljast eðlilegt og hvað ekki varðandi útlit og ástand bíls þegar honum er skilað. Smelltu hér og kynntu þér Not og slit.

Hvað er eðlilegt slit?

Hér eru dæmi um hvað má teljast eðlilegt og hvað ekki varðandi útlit og ástand bíls þegar honum er skilað. Smelltu hér og kynntu þér Not og slit.

Ef bíllinn verður fyrir tjóni

Ef þú lendir í tjóni á bíl frá FLEX verður þú að tilkynna það til okkar, við höfum samband við tryggingafélagið og finnum út hvar er best að láta gera við bílinn.

Hvaða greiðslumátar eru í boði hjá FLEX

Leigutaki fær sendan rafrænan greiðsluseðil í heimabanka.

Einnig er hægt að óska eftir breingreiðslu á leigu.

Ef leigutaki vill fá sendan greiðsluseðil þá er sendur tölvupóstur á [email protected] með útskýringum um hvað á að gera og upplýsingum um leigutaka og heimilisfang

Er hægt að skila bíl fyrir lok leigutíma?

Samningur um leigutíma er bindandi en ef uppkoma óvæntar aðstæður þá er mikilvægt að hafa samband sem fyrst og saman finnum við út úr málunum.

Skilríki eru skylda - Duty to present identification
Samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka er FLEX skylt að krefja viðskiptavini um viðurkennd persónuskilríki áður en viðskipti geta átt sér stað.

Löggild skilríki eru einungis:

  • Ökuskírteini
  • Nafnskírteini
  • Vegabréf

Fólk með erlent ríkifang þarf ávallt að hafa meðferðis vegabréf.

Foreign citizens must always show passports as proof of identity

Má fara með ökutæki frá FLEX til útlanda

Óheimilt er, án samþykkis FLEX, að fara með ökutæki úr landi sem eru á leigu hjá FLEX.

Viðskiptavinum er því góðfúslega bent á að hafa samband tímanlega og óska eftir skriflegu leyfi hyggi þeir á utanferð með ökutækið svo að þeir verði ekki stoppaðir á hafnarbakkanum.

Leyfi er einungis veitt í takmarkaðan tíma í senn og gegn ákveðnum skilyrðum og reglum FLEX.

Slík leyfi geta verið háð frekari tryggingum, svo sem bankaábyrgð eða tryggt veð að mati FLEX.

Helstu skilyrði sem þarf að uppfylla svo leyfi sé gefið fyrir því að fara megi með ökutæki í eigu FLEX til útlanda eru:

  • Að lágmarki 6 mánuðir séu liðnir frá gerð samnings/láns.
  • Leigu-/lántaki/ar sé/u með ásættanlegt lánshæfismat að mati FLEX við umsókn.
  • Tæki sé ábyrgðar- og kaskótryggt.
  • Tryggingafélag hafi gefið út græna kortið og tækið sé þjófnaðartryggt á meðan dvöl stendur.
  • Viðeigandi tryggingar liggi fyrir andvirði samnings að mati FLEX.
  • Staðfesting frá flutningsaðila um að flutningur fram og til baka sé greiddur.
  • Dvöl erlendis sé tímabundin.
FLEX algengar spurningar og svör um leigu og langtímaleigu á bílum ökutækjum