Langar þig í nýjan bíl en þarft að selja þann gamla fyrst?
Við viljum auðvelda þér lífið og bjóðum því upp á nýja þjónustu þar sem við kaupum gamla bílinn af þér þegar þú gerir FLEX langtímaleigusamning. Þannig sleppur þú við að selja gamla bílinn og keyrir áhyggjulaus í burtu á nýja FLEX bílnum þínum.
FLEX langtímaleigusamningur
FLEX langtímaleigusamningur er hagkvæmur og sveigjanlegur kostur í bílarekstri. Þegar þú leigir bíl hjá FLEX þarftu aðeins að sjá bílnum fyrir orku, FLEX sér um allt hitt.
- Þjónustuskoðanir
- Smurþjónustu
- Dekk og dekkjaþjónustu
- Viðhald
- Tryggingar
- Bifreiðagjöld
Veljið bíl í sýningarsal FLEX á flex.is eða hjá BL (Sævarhöfða 2, Kauptúni 1 og Hesthálsi 6-8)
Pantaðu bílinn á flex.is, í ferlinu er boðið upp á að skrá upplýsingar um gamla bílinn. Þú getur einnig klárað málið með söluráðgjafa BL
Ef umsækjandi stenst lánshæfisreglur okkar útbúum við samning sem fer í rafræna undirritun rétt fyrir afhendingu
Fyrst sendum við þér verðhugmynd sem er svo staðfest með söluskoðun við undirritun FLEX samnings
Þú mætir á gamla bílnum á umsömdum tíma í sýningarsal BL og keyrir burt á nýja FLEX bílnum þínum